Geir: Þetta er ánægjulegur hausverkur Benedikt Grétarsson í Laugardalshöll skrifar 26. október 2017 21:47 Geir Sveinsson ræðir við sína menn í leikhlé. vísir/eyþór Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15