Eiður Smári í heimsókn hjá PSV: Rómantískur staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen sem leikmaður PSV. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996. Fótbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996.
Fótbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira