Erlent

Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam

Atli Ísleifsson skrifar
Mohammed bin Salman.
Mohammed bin Salman. Vísir/AFP
Mohammed bin Salman, hinn valdamikli krónprins Sádi-Arabíu, kynnti í morgun nýja sýn sína og landsins á ríkistrúna íslam. Salman segir að „hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum.

„Við snúum aftur til þess sem áður var – lands þar sem hófsamt íslam ræður ríkjum og er opið fyrir öllum trúarbrögðum og fyrir heiminum öllum,“ sagði krónprinsinn á viðskiptaráðstefnu í höfuðborginni Ríad.

Salman segir að skaðlegar og eyðileggjandi hugmyndir muni ekki stjórna Sádum næstu þrjátíu árin. „Við munum eyða þeim strax í dag.“ Þá sagði krónprinsinn að öfgastefna í landinu muni brátt heyra sögunni til.

Salman varð nokkuð óvænt gerður að krónprins landsins í sumar. Síðan þá hefur hann meðal annars tilkynnt að konum verði loks gert heimilt að aka bílum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×