Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Höskuldur Kári Schram skrifar 23. október 2017 19:35 Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“ Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að blaðið muni höfða skaðabótamál ef lögbanni á umfjöllun blaðsins og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr Glitni, verður hnekkt. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins. Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins samþykkti lögbannsbeiðnina á mánudag í síðustu viku en frestur til að birta stefnu og höfða staðfestingarmál vegna bannsins rann út í dag. Málið hefur verið afar umdeilt og margir gagnrýnt ákvörðun sýslumanns, þar á meðal Blaðamannafélag Íslands og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Málið var einnig rætt sérstaklega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í síðustu viku en margir þingmenn telja að málið kalli á lagabreytingar.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.Lögbannið náði til frétta Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggðu á gögnum innan úr Glitni og fjölluðu meðal annars um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks, í aðdraganda bankahrunsins. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, furðar sig á því hversu hart sé gengið fram í málinu. „Í dag fáum við þessa stefnu þar sem farið er fram á þingfestingu eftir kosningar,“ segir Ingibjörg. „Þeir eru í raun að halda því til streitu að við munum ekki geta sagt fréttir af þessum málum fyrir kosningar.“ Þá sé lögbannskrafan nú mun víðtækari en sú krafa sem var lögð fram í síðustu viku. Þannig mega aðrir fjölmiðlar ekki birta fréttir úr þessum sömu gögnum. „Ég trúi því að þetta lögbann geti ekki átt rétt á sér,“ segir Ingibjörg. „Ég hugsa að þessu verði hnekkt um leið og þetta fer fyrir dómstóla. Og við ætlum þá að höfða skaðabótamál. Það er alveg ástæða til.“
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
Mikill meirihluti Íslendinga andvígur lögbanni á Stundina Einungis rúm ellefu prósent fylgjandi lögbanninu. 19. október 2017 15:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent