Tryggingafélag ráðlagði Glitni að fá lögbann Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2017 06:00 Höfuðstöðvar Glitnis voru við Kirkjusand áður en bankinn féll. Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo„Þetta var gert til þess að tryggja félagið ef það koma fram einhverjar skaðabótakröfur frá þeim sem mögulega eru í þessum gögnum. Þetta eru upplýsingar sem við höfum og okkur skilst að þessi gögn hafi getað fengist keypt hjá einhverjum aðilum sem við þekkjum ekki til,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, og svarar aðspurður að hann geti ekki greint frá nafni tryggingafélagsins sem sé breskt. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti síðdegis á mánudag kröfu Glitnis um lögbann á fréttaflutning fjölmiðlanna tveggja sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Kom þá fram að fréttir Stundarinnar vikurnar á undan hefðu byggst á þeim en í þeim var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, á árunum fyrir hrun. Glitnir HoldCo hefur frest fram á mánudag til að höfða mál til staðfestingar á lögbanninu. „Við höfum ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega er þarna að finna. Ekki annað en að þarna er mikið af upplýsingum um viðskipti fjölda einstaklinga. Við höfum nú viku eða fram á mánudag, til að fá úrskurðinn staðfestan og það er það sem við munum gera,“ segir Ingólfur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo segir ákvörðun um að fara fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media hafa verið tekna í samráði við tryggingafélag eignarhaldsfélagsins. Stjórnendur Glitnis hafi óttast mögulega skaðabótaskyldu eftir að þeir fengu í síðustu viku upplýsingar um umfang lekans þaðan og að gögnin vörðuðu þúsundir fyrrverandi viðskiptavina bankans.Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo„Þetta var gert til þess að tryggja félagið ef það koma fram einhverjar skaðabótakröfur frá þeim sem mögulega eru í þessum gögnum. Þetta eru upplýsingar sem við höfum og okkur skilst að þessi gögn hafi getað fengist keypt hjá einhverjum aðilum sem við þekkjum ekki til,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis HoldCo, og svarar aðspurður að hann geti ekki greint frá nafni tryggingafélagsins sem sé breskt. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti síðdegis á mánudag kröfu Glitnis um lögbann á fréttaflutning fjölmiðlanna tveggja sem byggist á gögnum innan úr fallna bankanum. Kom þá fram að fréttir Stundarinnar vikurnar á undan hefðu byggst á þeim en í þeim var fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, á árunum fyrir hrun. Glitnir HoldCo hefur frest fram á mánudag til að höfða mál til staðfestingar á lögbanninu. „Við höfum ekki upplýsingar um hvað nákvæmlega er þarna að finna. Ekki annað en að þarna er mikið af upplýsingum um viðskipti fjölda einstaklinga. Við höfum nú viku eða fram á mánudag, til að fá úrskurðinn staðfestan og það er það sem við munum gera,“ segir Ingólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37
Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. 19. október 2017 14:00