Fótbolti

Rúnar Alex í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex ver vítaspyrnu Mortens Duncan Rasmussen.
Rúnar Alex ver vítaspyrnu Mortens Duncan Rasmussen. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, er í liði 14. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar.

Rúnar átti frábæran leik í marki Nordsjælland þegar liðið vann 1-4 útisigur á AGF á föstudaginn.

Rúnar var sérstaklega öflugur í seinni hálfleik. Hann varði þá vítaspyrnu frá Morten Duncan Rasmussen, sá við Kasper Junker er hann slapp í gegn og varði svo langskot frá Tobias Sana í horn.

Rúnar hefur leikið alla 14 leiki Nordsjælland á tímabilinu. Liðið situr í 3. sæti dönsku deildarinnar með 29 stig, einu stigi á eftir toppliði Bröndby.

Vörslurnar hjá Rúnari gegn AGF má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex varði víti og Nordsjælland fór á toppinn

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×