Sport

Kansas City Chiefs í toppmálum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var heitt í kolunum er Travis Kelce mætti út á völlinn og hann kólnaði ekkert eftir þetta.
Það var heitt í kolunum er Travis Kelce mætti út á völlinn og hann kólnaði ekkert eftir þetta. vísir/getty
Helginni í NFL-deildinni lauk í nótt er Kansas City Chiefs mætti Denver Broncos og vann mjög sterkan sigur, 29-19.

Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem lagði grunninn að sigri Chiefs. Leikstjórnandi þeirra, Alex Smith, einnig öflugur sem fyrr með rúmlega 200 kastjarda og eitt snertimark.

Innherjinn sterki hjá Chiefs, Travis Kelce, átti stórleik. Greip boltann fyrir 133 jördum og snertimarki.

Þetta var erfiður dagur á skrifstofunni hjá hinum unga leikstjórnanda Denver, Trevor Siemian, en hann kastaði boltanum frá sér þrisvar sinnum í leiknum.

Bæði lið eru í vesturriðli Ameríkudeildarinnar og þar er Kansas á toppnum með 6-2 árangur en Denver í öðru sæti með 3-4. Kansas er því komið með yfirburðastöðu í riðlinum.

Hér að neðan má sjá helstu tilþrif leiksins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×