Stolið fyrir milljarð á hverju ári Benedikt Bóas skrifar 30. október 2017 13:30 Hér má sjá fjöldatölur yfir virka deilendur á nokkrum íslenskum þáttum af skráarskiptisíðunni Deildu.net frá því fyrr í dag. FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira