Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 16:57 Anna Katrín, Guðni Th., Glódís Tara og Halla Ólöf á Bessastöðum í dag. Glódís Tara Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð þeim stöllum til Bessastaða í dag til að ræða málin og biðja þær afsökunar á sínum hlut í málinu, en hann veitti Robert Downey uppreist æru á síðasta ári samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Forsetinn kom fyrst á talsambandi við Glódísi, Önnu og Höllu í gegnum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem hefur fjallað mikið um mál er varða uppreist æru. „Hún hafði samband við okkur og kom erindinu okkar til skila um að hann vildi fá að hitta okkur. Svo hringir hann í mig og við ákváðum tíma, í dag klukkan tvö á Bessastöðum,“ segir Anna Katrín. „Ástæðan var að hann vildi biðja okkur afsökunar á sínum hlut í þessu máli.“ „Við vorum bara ánægðar með það að hann stóð upp og tók ábyrgð og baðst afsökunar og tókum því bara gildu,“ bætir Glódís Tara við.Forsetinn sagðist vera stoltur Þær segja að samtalið við forsetann hafi verið einlægt og alls ekki formlegt. Forsetinn hafi þakkað þeim fyrir baráttu sína og sagst vera stoltur af þeim. „Hann var mjög ánægður með okkur að hafa hátt án þess að reiðast og öskra og vera með læti. Að við höfum gert þetta með ró,“ segir Glódís Tara. „Hann baðst afsökunar á sínum hluta í þessu máli og tók fulla ábyrgð á því, fyrir hvað þetta hafi valdið okkur mikilli vanlíðan, að hann hafi fengið uppreist æru. Þetta hafði setið þungt á honum og hann sagði að það væri ekki eitthvað sem hann gæti hunsað. Við metum það virkilega miklis og finnst það sýna hvað hann er góður og einlægur maður,“ segir Anna Katrín. „Í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum þá gaf hann sér tíma til að hlusta á okkur og óskaði eftir því sjálfur og leitaðist eftir því sjálfur. Það er kannski það sem okkur þykir vænst um. það eru margir sem mættu taka sér það til fyrirmyndar.“Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín Snorradóttir tóku þátt í druslugöngunni í ár.Mynd/Aníta EldjárnStjórnmálamenn ekki viljað ræða málin Þær segja að örfáir stjórnmálamenn hafi komið til máls við þær í kjölfar þess að Robert Downey hlaut uppreist æri. Einhverjir hafi haft samband við Berg Þór Ingólfsson leikstjóra sem hefur mikið rætt málið en Robert braut einnig á dóttur hans, Nínu. „Við höfum kallað eftir viðbrögðum frá þeim og höfum kallað eftir að fá svör og að þau taki eftir okkur og hlusti á okkur. En þau hafa ekki gert það. Enginn nema Þórhildur Sunna og Svandís hjá Vinstri grænum. Það hefur enginn annar hlustað á okkur,“ segir Anna Katrín. Þær segja að flestir stjórnmálamenn skýli sér á bakvið kerfið. Þær fagna því að einhverjar breytingar hafi orðið síðan málið kom upp í byrjun sumar en segjast vona að meiri árangur náist í þessum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni boðar fólk á sinn fund vegna mála er varða uppreist æru. Í september síðastliðnum átti hann fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Ræddu þau mál Hjalta og hvernig ferlið fór fram. Forseti Íslands Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð þeim stöllum til Bessastaða í dag til að ræða málin og biðja þær afsökunar á sínum hlut í málinu, en hann veitti Robert Downey uppreist æru á síðasta ári samkvæmt tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Forsetinn kom fyrst á talsambandi við Glódísi, Önnu og Höllu í gegnum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem hefur fjallað mikið um mál er varða uppreist æru. „Hún hafði samband við okkur og kom erindinu okkar til skila um að hann vildi fá að hitta okkur. Svo hringir hann í mig og við ákváðum tíma, í dag klukkan tvö á Bessastöðum,“ segir Anna Katrín. „Ástæðan var að hann vildi biðja okkur afsökunar á sínum hlut í þessu máli.“ „Við vorum bara ánægðar með það að hann stóð upp og tók ábyrgð og baðst afsökunar og tókum því bara gildu,“ bætir Glódís Tara við.Forsetinn sagðist vera stoltur Þær segja að samtalið við forsetann hafi verið einlægt og alls ekki formlegt. Forsetinn hafi þakkað þeim fyrir baráttu sína og sagst vera stoltur af þeim. „Hann var mjög ánægður með okkur að hafa hátt án þess að reiðast og öskra og vera með læti. Að við höfum gert þetta með ró,“ segir Glódís Tara. „Hann baðst afsökunar á sínum hluta í þessu máli og tók fulla ábyrgð á því, fyrir hvað þetta hafi valdið okkur mikilli vanlíðan, að hann hafi fengið uppreist æru. Þetta hafði setið þungt á honum og hann sagði að það væri ekki eitthvað sem hann gæti hunsað. Við metum það virkilega miklis og finnst það sýna hvað hann er góður og einlægur maður,“ segir Anna Katrín. „Í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum þá gaf hann sér tíma til að hlusta á okkur og óskaði eftir því sjálfur og leitaðist eftir því sjálfur. Það er kannski það sem okkur þykir vænst um. það eru margir sem mættu taka sér það til fyrirmyndar.“Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín Snorradóttir tóku þátt í druslugöngunni í ár.Mynd/Aníta EldjárnStjórnmálamenn ekki viljað ræða málin Þær segja að örfáir stjórnmálamenn hafi komið til máls við þær í kjölfar þess að Robert Downey hlaut uppreist æri. Einhverjir hafi haft samband við Berg Þór Ingólfsson leikstjóra sem hefur mikið rætt málið en Robert braut einnig á dóttur hans, Nínu. „Við höfum kallað eftir viðbrögðum frá þeim og höfum kallað eftir að fá svör og að þau taki eftir okkur og hlusti á okkur. En þau hafa ekki gert það. Enginn nema Þórhildur Sunna og Svandís hjá Vinstri grænum. Það hefur enginn annar hlustað á okkur,“ segir Anna Katrín. Þær segja að flestir stjórnmálamenn skýli sér á bakvið kerfið. Þær fagna því að einhverjar breytingar hafi orðið síðan málið kom upp í byrjun sumar en segjast vona að meiri árangur náist í þessum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni boðar fólk á sinn fund vegna mála er varða uppreist æru. Í september síðastliðnum átti hann fund með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Hjalta var sem kunnugt er veitt uppreist æra í september í fyrra, sama dag og Robert Downey. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Ræddu þau mál Hjalta og hvernig ferlið fór fram.
Forseti Íslands Uppreist æru Tengdar fréttir Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18
Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram. 12. september 2017 17:00