Fótbolti

Messi: Ég vel ekki argentínska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi segist ekki vera alvaldur hjá argentínska landsliðinu.
Lionel Messi segist ekki vera alvaldur hjá argentínska landsliðinu. vísir/getty
Lionel Messi segir það af og frá að hann ráði ferðinni hjá argentínska landsliðinu.

„Ég verð reiður þegar fólk varpar þessu fram. Fólk segir margt án þess að þekkja alla söguna. Ég verð reiður en að sama skapi er ég vanur þessu,“ sagði Messi við ESPN.

Hinn þrítugi Messi hefur verið ásakaður um að velja landsliðsþjálfara og vera með puttana í því hverjir eru valdir í argentínska landsliðið.

„Það er lygi að ég velji vini mína í landsliðið og þjálfara sem ég vil fá. Ég er bara einn af leikmönnunum í liðinu,“ sagði Messi í öðru viðtali við TyC Sports.

„Það er mikil vanvirðing að segja að frábærir leikmenn eins og Ángel Di María, Sergio Agüero, Gonzalo Higuaín og Javier Mascherano séu í landsliðinu vegna þess að þeir séu vinir mínir. Það er lygi. Ég vel aldrei liðið. Ég er ekki svoleiðis.“

Messi kom Argentínu á HM með því að skora öll þrjú mörk liðsins í 0-3 sigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríkuriðilsins.

Messi er því á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Hann var fyrirliði argentínska liðsins sem komst alla leið í úrslitaleik HM 2014 í Brasilíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×