Lífið

Taka við börnum sem hafa verið í neyslu, glæpum og jafnvel vændi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Trausti og Herdís hafa reynst mörgum ungum börnum vel í gegnum tíðina.
Jón Trausti og Herdís hafa reynst mörgum ungum börnum vel í gegnum tíðina.
„Það er mikilvægt að ná þessum börnum hingað áður en þau verða unglingar en eftir það kynnast þau mörg hver eiturlyfjum og jafnvel vændi og það gerist mjög hratt. Heimurinn fyrir sunnan getur verið ansi dökkur,“ sögðu hjónin á Sauðanesi sem hafa fengið mörg börn í fóstur sem eru á síðasta séns, börn sem skólinn og heimilin ráða ekki við.

Sauðanes er bóndabær rétt við Siglufjörð og hafa þau hjónin aðallega tekið viðunglingsdrengjum. Bændurnir Jón Trausti og Herdís byrjuðu að taka á móti Fósturbörnum árið 2006.

Stundum semur fjölskyldum bara ekki. Stál í stál á hverjum degi og foreldrar og skólakerfi ráðþrota.

„Hann var tólf ára þegar hann kom til okkar, sá sem er búinn að vera lengst hjá okkur. Það er svona aldurinn sem okkur hugnast best, 10-12 ára,“ segir Jón Trausti.

„Sum börnin sem við fáum erum farin að reykja 10-11 ára og jafnvel enn yngri,“ Herdís Erlendsdóttir, bóndi.

„Við höfum fengið börn sem eru 15-16 ára og þá er svo margt búið að breytast hjá þeim og þau orðin mun harðari í sínu umhverfi,“ segir Jón Trausti.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Fósturbörnum með Sindra Sindrasyni sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Með dreng í varanlegu fóstri: „Ætla að drekkja þessu barni í ást“

"Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.