Fótbolti

HM búningar Adidas frumsýndir í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þjóðverjar eiga titil að verja í Rússlandi
Þjóðverjar eiga titil að verja í Rússlandi mynd/adidas
Afturhvarf til fortíðar einkennir búningana sem verða í sviðsljósinu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Adidas frumsýndi búninga átta þjóða í dag, þar á meðal núverandi Heimsmeistara Þýskalands og gestgjafa Rússa.

Innblástur búninganna er í flestum tilfellum dreginn frá dýrðardögum seint á síðustu öld. Þjóðvarjar minnast Heimsmeistaratitilsins frá 1990, Rússar horfa til fyrrum Sovétríkjanna sem vann Ólympíuleikana 1988 á meðan Argentínumenn halda upp á 125 ára afmæli argentínska knattspyrnusambandsins.

Messi verður í eldlínunni með Argentínu sem fagnar 125 ára afmæli knattspyrnusambandsinsmynd/adidas
Belgar minnast keppnistreyju þeirra frá Evrópumótinu 1984mynd/adidas
Treyja Japan er gerð með hinni hefðbundnu Sashiko saumaáferðmynd/adidas
Kólumbía leitar einnig til mótsins 1990 fyrir sinn innblásturmynd/adidas
Rússar ætla sér stóra hluti á heimavellimynd/adidas
Fyrrum Heimsmeistarar Spánar minnast treyjunnar frá Heimsmeistaramótinu 1994mynd/adidas
Mexíkó kallar einnig fram minningar um tíunda áratug síðustu aldarmynd/adidas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×