Akstursglaðir þingmenn skikkaðir á bílaleigubíla Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Ekki er gerður greinarmunur á bifreiðum. vísir/pjetur Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00
Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31