Síðustu dagar kalífadæmisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Sýrlenskur hermaður fagnar sigri í gær. Nordicphotos/AFP Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira