Enn eitt tapið hjá Everton sem er úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2017 20:00 Gylfi byrjaði sem fremsti maður hjá Everton í kvöld. vísir/getty Everton er úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-0 tap fyrir Lyon í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem hefur aðeins náð í eitt stig í fjórum leikjum í E-riðli Evrópudeildarinnar. Bertrand Traoré kom Lyon yfir á 68. mínútu. Rétt áður hafði Gylfi átt skot rétt framhjá marki Frakkanna. Houssem Aouar bætti öðru marki við á 76. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Memphis Depay þriðja mark Lyon sem er í 2. sæti riðilsins með átta stig. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fékk Morgan Schneiderlin, miðjumaður Everton, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þetta var fimmta tap Everton í röð í öllum keppnum. Liðið vann síðast leik 23. september. Evrópudeild UEFA
Everton er úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-0 tap fyrir Lyon í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem hefur aðeins náð í eitt stig í fjórum leikjum í E-riðli Evrópudeildarinnar. Bertrand Traoré kom Lyon yfir á 68. mínútu. Rétt áður hafði Gylfi átt skot rétt framhjá marki Frakkanna. Houssem Aouar bætti öðru marki við á 76. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Memphis Depay þriðja mark Lyon sem er í 2. sæti riðilsins með átta stig. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fékk Morgan Schneiderlin, miðjumaður Everton, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þetta var fimmta tap Everton í röð í öllum keppnum. Liðið vann síðast leik 23. september.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti