Yfirvöld í Tyrklandi hafa bannað viðburði hinsegin fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 23:35 Yfirvöld í Tyrklandi banna viðburði hinsegin fólks. Vísir/afp Tyrknesk yfirvöld tilkynntu í kvöld um þvert bann við öllum hinsegin viðburðum í borginni Ankara um ótilgreindan tíma eða þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Tyrklandi segja að gripið hafi verið til þessa ráðs til þess að „viðhalda allsherjarreglu“. Ráðist var í stjórnvaldsaðgerðirnar í óþökk hinsegin samfélagsins. Þetta kemur fram á vef AFP. Ákvörðunin er tekin í kjölfar banns sem lagt var á hinsegin kvikmyndahátíð sem til stóð að halda í höfuðborg Tyrklands síðasta fimmtudag. Bannið var lagt á grundvelli þess að hátíðin gæti kynt undir andúð og hatur auk þess sem stjórnvöld töldu að hryðjuverkaógn gæti fylgt hátíðinni. Frá og með 18. nóvember hafa yfirvöld í Tyrklandi bannað kvikmyndir, leikhúsviðburði, pallborðsumræður, ráðstefnur og sýningar sem lúta að málefnum LGBTI-samfélagsins (regnhlífarhugtak yfir samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk og intersex fólk). Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að viðburðirnir séu líklegir til þess að „kalla fram viðbrögð hjá ákveðnum samfélagshópi“ og því sé gripið til bannsins. Bannið er lagt á í óþökk skipuleggjenda hinsegin kvikmyndahátíðarinnar. Aðstandendur hennar hefðu frekar þegið aukna vernd af hálfu ríkisins. Bannið sé brot á stjórnarskrárvörðum rétti hinsegin fólks. Hinsegin aðgerðasinnar í Tyrklandi óttast að með banninu sé vegið gróflega að tjáningarfrelsi þeirra. Tveir hópar aðgerðasinna, „Kaos GL“ og „Pink Life“ hafa þegar fordæmt bannið og fulltrúar þeirra segja að þessar stjórnvaldsaðgerðir sé ólöglegar, óréttlátar og geðþóttalegar. Bannið eigi ekki heima í lýðræðislegu samfélagi. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld tilkynntu í kvöld um þvert bann við öllum hinsegin viðburðum í borginni Ankara um ótilgreindan tíma eða þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Tyrklandi segja að gripið hafi verið til þessa ráðs til þess að „viðhalda allsherjarreglu“. Ráðist var í stjórnvaldsaðgerðirnar í óþökk hinsegin samfélagsins. Þetta kemur fram á vef AFP. Ákvörðunin er tekin í kjölfar banns sem lagt var á hinsegin kvikmyndahátíð sem til stóð að halda í höfuðborg Tyrklands síðasta fimmtudag. Bannið var lagt á grundvelli þess að hátíðin gæti kynt undir andúð og hatur auk þess sem stjórnvöld töldu að hryðjuverkaógn gæti fylgt hátíðinni. Frá og með 18. nóvember hafa yfirvöld í Tyrklandi bannað kvikmyndir, leikhúsviðburði, pallborðsumræður, ráðstefnur og sýningar sem lúta að málefnum LGBTI-samfélagsins (regnhlífarhugtak yfir samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk og intersex fólk). Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum segir að viðburðirnir séu líklegir til þess að „kalla fram viðbrögð hjá ákveðnum samfélagshópi“ og því sé gripið til bannsins. Bannið er lagt á í óþökk skipuleggjenda hinsegin kvikmyndahátíðarinnar. Aðstandendur hennar hefðu frekar þegið aukna vernd af hálfu ríkisins. Bannið sé brot á stjórnarskrárvörðum rétti hinsegin fólks. Hinsegin aðgerðasinnar í Tyrklandi óttast að með banninu sé vegið gróflega að tjáningarfrelsi þeirra. Tveir hópar aðgerðasinna, „Kaos GL“ og „Pink Life“ hafa þegar fordæmt bannið og fulltrúar þeirra segja að þessar stjórnvaldsaðgerðir sé ólöglegar, óréttlátar og geðþóttalegar. Bannið eigi ekki heima í lýðræðislegu samfélagi.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira