Stöðug spilamennska hjá Ólafíu á lokahring tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Ólafía lék á pari vallarins í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Golf Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira