Fótbolti

Hughes vill að Giggs stýri Wales

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giggs bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri.
Giggs bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri. vísir/getty
Mark Hughes vill sjá Ryan Giggs sem næsta landsliðsþjálfara Wales.

Chris Coleman hætti störfum hjá velska knattspyrnusambandinu til þess að taka við stjórastól Sunderland.

Coleman mistókst að koma Wales á Heimsmeistaramótið í Rússlandi, en liðið komst í undanúrslit Evrópumótsins í Frakklandi undir hans stjórn.

Hughes var landsliðsþjálfari Wales á árunum 1999-2004. Hann er nú í stjórastöðunni hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke City. Hughes spilaði fyrir Manchester United í mörg ár og spilaði þá meðal annars með Ryan Giggs.

Giggs hefur aldrei verið knattspyrnustjóri, að utanskildum nokkrum leikjum þar sem hann var bráðabirgðastjóri Manchester United eftir brottrekstur David Moyes. Þá var hann aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá félaginu.

Giggs tók nýverið við starfi hjá knattspyrnuakademíu í Víetnam, en er samt talinn einn sá líklegasti til að fá starfið hjá Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×