Enski boltinn

Frumraun Moyes með West Ham │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag, viðureign Watford og West Ham United.

Þetta verður fyrsti leikur West Ham undir stjórn Skotans David Moyes, en Slaven Bilic var rekinn frá félaginu fyrir landsleikjahléið.

West Ham situr í fallsæti í deildinni, með níu stig. Takist þeim að vinna sigur í dag setja þeir West Bromwich Albion í fallsætið og jafna Everton og Stoke City að stigum.

Watford siglir hins vegar mildan sjó í níunda sæti deildarinnar með 15 stig.

Leikurinn fer fram á Vicarage Road í Watford og hefst klukkan 16:00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og að honum loknum verður umferðin gerð upp í Messunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×