Herinn fagnar velgengni í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í gær. Viðræður um framtíð hans standa enn yfir. Nordicphotos/AFP Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00