Suarez með tvö í sigri Barcelona Dagur Lárusson skrifar 18. nóvember 2017 17:15 Suarez setti tvö í dag. vísir/getty Spænska deildin fór af stað eftir landsleikjahlé í dag og fóru Börsungar í heimsókn til Leganes. Fyrir leikinn var Barcelona í góðum málum í efsta sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á meðan Leganes var í 9.sæti með 17 stig. Það voru gestirnir frá Barcelona sem voru með tögl og haldir á þessum leik og skoruðu þeir sitt fyrsta mark á 28. mínútu og var það úrúgvæinn Luis Suarez sem skoraði markið og var staðan 0-1 í leikhlé. Barcelona var ennþá með völdin í seinni hálfleiknum og á 60. mínútu skoruðu þeir sitt annað mark og var það aftur Suarez sem var á ferðinni og staðan því orðin 0-2. Barcelona lét sér þetta ekki nægja og skoraði þriðja markið í uppbótartíma og var það brasilíumaðurinn Paulinho sem skoraði markið. Þetta reyndust lokatölur leiksins og Barcelona heldur því áfram sigurgöngu sinni í deildinni og tróna á toppi deildarinnar með 34 stig. Leganes er hinsvegar ennþá í 9.sæti með 17 stig. Fótbolti
Spænska deildin fór af stað eftir landsleikjahlé í dag og fóru Börsungar í heimsókn til Leganes. Fyrir leikinn var Barcelona í góðum málum í efsta sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á meðan Leganes var í 9.sæti með 17 stig. Það voru gestirnir frá Barcelona sem voru með tögl og haldir á þessum leik og skoruðu þeir sitt fyrsta mark á 28. mínútu og var það úrúgvæinn Luis Suarez sem skoraði markið og var staðan 0-1 í leikhlé. Barcelona var ennþá með völdin í seinni hálfleiknum og á 60. mínútu skoruðu þeir sitt annað mark og var það aftur Suarez sem var á ferðinni og staðan því orðin 0-2. Barcelona lét sér þetta ekki nægja og skoraði þriðja markið í uppbótartíma og var það brasilíumaðurinn Paulinho sem skoraði markið. Þetta reyndust lokatölur leiksins og Barcelona heldur því áfram sigurgöngu sinni í deildinni og tróna á toppi deildarinnar með 34 stig. Leganes er hinsvegar ennþá í 9.sæti með 17 stig.