Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 11:38 Harvey Weinstein og Kevin Spacey hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni og/eða ofbeldi. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir að Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Tugir karla og kvenna hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af þeirra hálfu. Sigurjón ræddi við Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamann RÚV, fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Sigurjón og Spacey þekkjast ágætlega og reyndu um nokkra ára skeið að finna verkefni sem þeir gætu unnið saman að. Um tíma leit út fyrir að þeir myndu vinna saman að endurgerð norska smellsins Elling sem Sigurjón keypti réttin að. Samningar náðust á milli þeirra um að Spacey myndi taka að sér aðalhlutverkið en ekkert varð þó af samstarfinu. Tugir einstaklinga hafa greint frá kynferðislegu áreitni eða ofbeldi af hálfu Spacey. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards. Sagði Sigurhón að áður en þessar ásakanir hafi komið fram hafi orðspor Spacey í Hollywood farið dvínandi en leikarinn þótti oft á tíðum erfiður í samstarfi. Sigurjón Sighvatsson hefur starfað í Hollywood um árabil.Vísir/Vilhelm „Hann var ekki vel liðinn. Ég þekki fullt af fólki sem hefur unnið á House of Cards og ég myndi segja að hans orðspor í heild sem persónu var nú farið að skaðast ansi mikið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV. Margt fleira sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið Þá hafa fjölmargar konur hafa einnig stigið fram, þar á meðal leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan, og sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Weinstein var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood. Sigurjón, sem þekkir vel til í Hollywood eftir að hafa starfað og búið þar um árabil, sagði ljóst að þessir tveir muni ekki snúa aftur í Hollywood. Ferill þeirra sé búinn. „Það er alltaf sagt hér í Hollywood að það geta allir gert „comeback“. Mel Gibson er nýjasta „comeback-ið“ en ég held að þær ásakanir gegn þessum mönnum eru það alvarlegar að þeir eiga ekki séns í bransanum lengur,“ segir Sigurjón. Það sé þó lán í óláni að þessar ásakanir hafi hrundið af stað vitundarvakningu um að sú hegðun sem menn eins og Spacey og Weinstein hafi sýnt af sér sé óásættanleg. „Ég held að það sé í rauninni lán í óláninu að fólk gerir sér grein því að ef það stígur yfir strikið þá er ekkert aftur snúið. Það er kannski það sem er jákvæðast og sterkast við þetta er það að þetta mun hafa áhrif. Fólk mun hugsa sig tvisvar um. Það eru afleiðingar,“ sagði Sigurjón. Hann bætti þó við að líklega séu ásakanirnar á hendur Spacey, Weinstein og öllum hinum bara dropi í hafið, fleiri ásakanir á hendur fleiri mönnum muni líta dagsins ljós, það sé einungis tímaspursmál. „Ég held að það sé alveg klárt mál að það vita allir að það á margt fleira eftir að koma upp á yfirborðið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV sem hlusta má á hér. Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir að Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Tugir karla og kvenna hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af þeirra hálfu. Sigurjón ræddi við Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamann RÚV, fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Sigurjón og Spacey þekkjast ágætlega og reyndu um nokkra ára skeið að finna verkefni sem þeir gætu unnið saman að. Um tíma leit út fyrir að þeir myndu vinna saman að endurgerð norska smellsins Elling sem Sigurjón keypti réttin að. Samningar náðust á milli þeirra um að Spacey myndi taka að sér aðalhlutverkið en ekkert varð þó af samstarfinu. Tugir einstaklinga hafa greint frá kynferðislegu áreitni eða ofbeldi af hálfu Spacey. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards. Sagði Sigurhón að áður en þessar ásakanir hafi komið fram hafi orðspor Spacey í Hollywood farið dvínandi en leikarinn þótti oft á tíðum erfiður í samstarfi. Sigurjón Sighvatsson hefur starfað í Hollywood um árabil.Vísir/Vilhelm „Hann var ekki vel liðinn. Ég þekki fullt af fólki sem hefur unnið á House of Cards og ég myndi segja að hans orðspor í heild sem persónu var nú farið að skaðast ansi mikið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV. Margt fleira sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið Þá hafa fjölmargar konur hafa einnig stigið fram, þar á meðal leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan, og sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Weinstein var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood. Sigurjón, sem þekkir vel til í Hollywood eftir að hafa starfað og búið þar um árabil, sagði ljóst að þessir tveir muni ekki snúa aftur í Hollywood. Ferill þeirra sé búinn. „Það er alltaf sagt hér í Hollywood að það geta allir gert „comeback“. Mel Gibson er nýjasta „comeback-ið“ en ég held að þær ásakanir gegn þessum mönnum eru það alvarlegar að þeir eiga ekki séns í bransanum lengur,“ segir Sigurjón. Það sé þó lán í óláni að þessar ásakanir hafi hrundið af stað vitundarvakningu um að sú hegðun sem menn eins og Spacey og Weinstein hafi sýnt af sér sé óásættanleg. „Ég held að það sé í rauninni lán í óláninu að fólk gerir sér grein því að ef það stígur yfir strikið þá er ekkert aftur snúið. Það er kannski það sem er jákvæðast og sterkast við þetta er það að þetta mun hafa áhrif. Fólk mun hugsa sig tvisvar um. Það eru afleiðingar,“ sagði Sigurjón. Hann bætti þó við að líklega séu ásakanirnar á hendur Spacey, Weinstein og öllum hinum bara dropi í hafið, fleiri ásakanir á hendur fleiri mönnum muni líta dagsins ljós, það sé einungis tímaspursmál. „Ég held að það sé alveg klárt mál að það vita allir að það á margt fleira eftir að koma upp á yfirborðið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV sem hlusta má á hér.
Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00