Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:38 Jared Kushner með tengdaföður sínum, Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. VÍSIR/EPA Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni. Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni.
Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira