Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 22:33 Ellefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Vísir/AFP Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst. Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum beitti neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðsins um að hefja að nýja alþjóðlega rannsókn á notkun efnavopna í Sýrlandi. Rannsókninni hefði verið ætlað að komast að því hverjir hefðu verið að beita efnavopnum í landinu. Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. Ályktunin sneri að því að endurvekja rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, sem Rússar komu í veg fyrir að yrði framlengd í síðasta mánuði.Sjá einnig: Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í SýrlandiEllefu ríki af fimmtán greiddu atkvæði með ályktuninni, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Egyptaland og Kína sátu hjá og Bólivía og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni. Ályktanir þurfa einungis níu atkvæði til að vera samþykktar en Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kína og Frakkland geta beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir samþykktir.Beiting neitunarvaldsins hefur verið harðlega gagnrýnd af sendiherrum Bandaríkjanna og Frakklands. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa veitt Öryggisráðinu „þungt högg“. „Með því að stöðva viðleitanir ráðsins til að bera kennsl á gerendur hefur Rússland dregið úr getu okkar til að koma í veg fyrir árásir í framtíðinni.“ „Skilaboðin til allra sem eru að hlusta eru í rauninni skýr: Rússland sættir sig við beitingu efnavopna í Sýrlandi,“ sagði hún. Francois Delattre, sendiherra Frakklands, sló á svipaða strengi og sagði að erfiðara yrði að koma í veg fyrir efnavopnaárásir í framtíðinni. „Svo það sé á hreinu, þá höfum við gefið skrímsli lausan tauminn hér í kvöld,“ sagði Delattre. Rússar höfðu gagnrýnt niðurstöður rannsakenda Sameinuðu þjóðanna og OPCW sem birtar voru í síðasta mánuði um að saríngasi hefði verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun í apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad um að hafa framkvæmt árásina. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á árásinni.Sjá einnig: Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinniSkömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um ályktunina í kvöld, sem lögð var fram af Bandaríkjunum, drógu Rússar til baka ályktun sem þeir höfðu lagt fram. Þar var farið fram á að niðurstöður rannsóknarinnar varðandi Khan Sheikhoun yrðu felldar niður og önnur „allsherjar og hágæða rannsókn“ færi fram. Ályktunin var dregin til baka eftir að Rússar töpuðu atkvæðagreiðslu um að taka ályktun Bandaríkjanna fyrir fyrst.
Tengdar fréttir Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44 Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07 May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15 „Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rússneskum hermönnum bannað að nota samfélagsmiðla Sjálfvirk staðsetning sem fylgir gjarnan færslum á samfélagsmiðlum er ástæða þess að hermálayfirvöld í Rússlandi ætla að banna notkun þeirra í hernum. 5. október 2017 17:44
Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2017 22:07
May sakar Rússa um afskipti af kosningum á Vesturlöndum Forsætisráðherra Breta sakar Rússlandsforseta og rússnesk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum og um tölvunjósnir. 14. nóvember 2017 08:15
„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera sönnun þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. 14. nóvember 2017 18:54