Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 16:16 Frá fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/AFP Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira