Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Kenískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um stöðu mála í Simbabve. Í Simbabve hefur hins vegar minna verið fjallað um stöðuna sem upp er komin. Ríkisblaðið Herald sagði frá því að herinn hefði alls ekki tekið völdin. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45