Segja kennara hafa bjargað lífum nemenda Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 17:54 Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars. Vísir/AFP Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“ Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira