„Óhrekjandi sönnun“ Rússa reyndist fölsuð Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 18:54 Varnarmálaráðuneyti Rússlands notaði myndband úr tölvuleik til að „sanna“ mál sitt. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndir sem áttu að vera „óhrekjandi sönnun“ þess að Bandaríkin væru í samstarfi við vígamenn Íslamska ríkisins. Myndirnar voru birtar á Twitter og Facebook og sýndu þær bílalest sem Rússar sögðu að hefði verið bílalest ISIS. Þeir sögðu einnig að Bandaríkin hefðu neitað að gera árás á bílalestina. Netverjar voru þó fljótir að taka eftir því að ein myndin, sem átti að hafa verið tekin yfir Abu Kamel þann 9. Nóvember, var úr kynningarmyndbandi fyrir símaleikinn AC-130 Gunship Simulator: Special Ops Squadron. Myndin sem ráðuneytið birti hafði að auki verið klippt svo að texti um að leikurinn væri enn í vinnslu væri ekki lengur sýnilegur. Starfsmenn Conflict Intelligence Team og Bellingcat fundu einnig út að önnur myndin í sönnun Rússa hefði verið tekin úr myndbandi sem birt var af varnarmálaráðuneyti Írak í júní í fyrra. Það myndband sýndi flugvélar írakska hersins gera loftárásir á bílalest ISIS. Smá má skýringarmyndband CIT hér.pic.twitter.com/RKr34Go0Y5— CIT (en) (@CITeam_en) November 14, 2017 Önnur mynd enn var af einnig úr myndbandi frá írakska hernum og var einnig birt í fyrra. Ráðuneytið fjarlægði myndirnar eftir að netverjar hófu að gera grín að þeim. Samkvæmt frétt Newsweek gagnrýndu Rússar einnig ráðuneytið. „Er þetta það sem skattgreiðslur mínar fara í,“ sagði einn. Annar sagði að réttast væri að skera hendurnar af einhverjum starfsmanni ráðuneytisins fyrir þetta.Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að í ljós hefur komið að Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur falsað myndefni. Nú síðast komst upp um það í viðtölum Oliver Stone við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þá sýndi Putin myndband í síma sínum sem hann sagði að sýndi hersveitir Rússa í Í ljós kom þó að þetta hefði verið gamalt myndband af bandarískum hermönnum í Afganistan. Þá birti sendiráð Rússa í Bretlandi mynd úr leiknum Command & Conquer Generals í fyrra í tísti um að uppreisnarmenn nærri Aleppo hefðu komið höndum yfir efnavopn.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira