Stjörnurnar vörðu titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Sigurreifar Stjörnustelpur. mynd/stefán þór friðriksson Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári. Fimleikar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári.
Fimleikar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira