Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 11:15 Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. Huginn Freyr Þorsteinsson Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17