Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 11:15 Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. Huginn Freyr Þorsteinsson Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17