Yfirmaður CIA ósammála Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 17:45 Donald Trump og Vladimir Putin í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00