Baggalútsmenn öfluðu 124 milljóna fyrir jólin Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Fjölmargir tróðu upp á jólatónleikum Baggalúts í fyrra. Vísir/eyþór Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatónleikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkrum klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf milljónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuútgáfu grínhópsins, skilaði methagnaði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagnaði frá árinu 2012. Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og veltuna má því að mestu rekja til tónleikahaldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því langstærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hópurinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu. Áður hefur komið fram að eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðsverðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirnar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 prósent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hittist nánast eingöngu á jólunum og að félagið hafi svo að segja verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatónleikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkrum klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf milljónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuútgáfu grínhópsins, skilaði methagnaði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagnaði frá árinu 2012. Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og veltuna má því að mestu rekja til tónleikahaldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því langstærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hópurinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu. Áður hefur komið fram að eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðsverðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirnar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 prósent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hittist nánast eingöngu á jólunum og að félagið hafi svo að segja verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira