Þessa dagana standa nefnilega yfir umspilsleikir milli liðanna sem enduðu í öðru sæti í sínum í riðlinum evrópska hluta undankeppni heimsmeistaramótsins.
Króatía sem endaði í öðru sæti í riðli Íslands spilaði heimaleikinn sinn í gær og vann þá 4-1 sigur á Grikklandi.
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður sambandsins, birtir í dag mynd af Laugardalsvellinum.Íslenska landsliðið hefði verið að spila heimaleik á þessum tíma hefði liðið ekki náð að vinna riðilinn.
Vandamálið við það er að Laugardalsvöllurinn er nú fullur af snjó eftir snjókomuna síðasta sólarhringinn. Geir skrifar undir myndina á snævi þöktum Lagardalsvellinum á ensku og segir að Ísland þurfi lokaðan leikvang.
National football stadium in Reykjavik Iceland at this moment under snow - no NT home matches in Nov/March - Iceland needs a covered stadium pic.twitter.com/A3mmTxufq9
— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) November 10, 2017