Strákarnir okkar næst bestir í sínum flokki: Ísland getur strítt þeim stóru á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2017 12:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Ernir Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Dregið verður til riðlakeppni HM 2018 í Rússlandi á föstudaginn en í fyrsta sinn í sögunni verður íslenska landsliðið í pottinum þegar dregið verður. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Danmörku, Svíþjóð, Senegal, Kosta Ríka, Túnis, Egyptalandi og Íran og getur því ekki dregist í riðil með neinum af þessum þjóðum. Á vef bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated er liðunum styrkleikaraðað innan styrkleikaflokkana en þar á bæ eru menn á því að íslenska liðið sé það næst besta í þriðja styrkleikaflokki. Ef litið er til FIFA-listans ætti Ísland að vera þriðja sterkasta liðið í þriðja styrkleikaflokki en strákarnir okkar eru í 22. sæti. Danir eru efstir á FIFA-listanum af liðunum átta í þessum styrkleikaflokki og eru taldir sterkastir af þeim. „Er einhver sem vonast ekki til þess að Ísland komi mest á óvart af þessum liðum? Ísland komst í gegnum virkilega sterkan riðil í undankeppninni og sýndi að það á svo sannarlega heima á þessu sviði löngu áður en HM verður stækkað í 48 lið. Það vita allir hvað Ísland stendur fyrir og það getur svo sannarlega komið einhverjum af stóru liðunum í vandræði á leið þeirra að titlinum,“ segir í umsögn um strákana okkar. Svíar eru fyrir ofan Íslendinga á FIFA-listanum en komast aðeins í fjórða sætið í styrkleikaröðun Sports Illustrated innan þriðja styrkleikaflokks á eftir Íslandi og Kostaríka sem er í 26. sæti á FIFA-listanum. Trúin virðist ekki mikil í garð Senegal sem er í sjötta sæti í styrkleikaröðun SI en er samt sem áður í 23. sæti FIFA-listans, átta sætum á undan Egyptalandi sem er fyrir ofan það í þessari styrkleikaröðun. Íran og Túnis reka svo lestina.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Svona fer fyrsti HM dráttur Íslands nákvæmlega fram | Myndband Spennan fer stigvaxandi hjá íslensku knattspyrnuáhugafólki nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til að dregið verður í riðla fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. 27. nóvember 2017 14:00