Handbolti

Björgvin Páll gæti farið til Danmerkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll hefur spilað frábærlega fyrir Haukana í vetur.
Björgvin Páll hefur spilað frábærlega fyrir Haukana í vetur. vísir/anton
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Skjern.

Þetta staðfestir Björgvin við mbl.is og segir að sér lítist afar vel á danska félagið sem hann segir vera fjölskylduvænt.

Björgvin varð þriggja barna faðir á dögunum er eiginkona hans, Karen Einarsdóttir, fæddi tvíbura. Þau vilja því eðlilega komast í fjölskylduvænt umhverfi.

Björgvin segir að þýski boltinn sé ekkert sérstaklega fjölskylduvænn. Sex félög frá Þýskalandi hafa sett sig í samband við Björgvin síðan hann kom aftur heim til Íslands og byrjaði að spila með Haukum.

Ef Björgvin fer aftur utan þá verður það samt ekki fyrr en næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×