Nýliðar á þingi ekki setið auðum höndum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Inga, Helga Vala og Bergþór eru spennt fyrir komandi dögum. vísir/anton/anton/miðflokkurinn Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Mánuður er nú frá alþingiskosningum en nýir þingmenn segjast ekki hafa setið auðum höndum þó þing hafi ekki enn verið kallað saman. Fréttablaðið tók stöðuna á oddvitum þriggja flokka utan stjórnarmyndunarviðræðnanna til að forvitnast um hvað þeir hafi aðhafst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í óðaönn að pakka saman á lögmannsskrifstofu sinni þegar blaðamaður náði tali af henni í gær. „Ég hef verið að ganga frá og úthluta verkefnum á lögmannsstofunni minni og er núna á leið í IKEA að kaupa pappakassa undir dótið mitt þar. Ég er að pakka saman.“ Hennar fyrsta verkefni sem þingmanns var að sitja ásamt öðrum nýliðum námskeið hjá skrifstofu Alþingis. Fyrstu vikuna hafi hún verið upptekin í stjórnarmyndun. „Þingflokkur Samfylkingar stóð þétt saman í því. Þegar ljóst varð að við værum ekki á leið í ríkisstjórn fórum við að undirbúa þingmál.“ Helga Vala kveðst ekki hafa getað setið auðum höndum og er spennt fyrir komandi þingi. „Ég hlakka til að taka til starfa. Hér bíða fjölmörg verkefni okkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Við þurfum að vera á tánum.“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir þetta. Segir að það hafi verið nokkurt verk að setja sig inn í það sem koma skal og ganga frá lausum endum frá fyrri störfum. „Einhver tími hefur farið í að losa sig frá fyrri verkefnum þegar svona breyting verður á högum fólks. Greinaskrif og að fylgjast með pólitíska ástandinu hverju sinni.“ Hann hafi ekki upplifað sig aðgerðalausan. „Þó það sé réttilega sagt að menn þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vinna fyrir laununum þá hefur verið í býsna mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð. Ég hef ekki upplifað mig aðgerðalausan, sem betur fer.“ Það leggst ágætlega í Bergþór að byrja í stjórnarandstöðu og telur hann að það sé ekki alslæmt fyrir nýjan flokk. „Vonandi tekst okkur að veita þétt og gott aðhald og styðja góð mál. Það er ágætis fólk í þessum flokkum sem eru að ná saman en það verður ekki allt gott sem frá þeim kemur. Þá verðum við klár.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa byrjað af krafti. Nýliðanámskeiðið hafi verið gagnlegt og þingflokkurinn fundað stíft. „Við erum að kynnast því sem koma skal. Fá til okkar góða gesti, fólk sem getur uppfrætt og hjálpað okkur á þeirri vegferð sem við vorum kosin til að berjast fyrir.“ Inga segir að mest hafi komið á óvart það öryggisnet sem taki utan um nýja þingmenn. Ríflega hundrað starfsmenn þingsins aðstoði kjörna fulltrúa í einu og öllu. „Þú finnur um leið og þú kemur inn að það er enginn vanmáttur. Þú getur tekist á við hvað sem er með góðum stuðningi. Ég hlakka til, er þakklát fyrir þetta tækifæri og vona að ég standi undir trausti kjósenda.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira