Vardy og Mahrez sökktu Spurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Vardy kemur Leicester yfir.
Jamie Vardy kemur Leicester yfir. vísir/getty
Leicester City vann óvæntan sigur á Tottenham, 2-1, þegar liðin mættust á King Power vellinum í kvöld.

Með sigrinum fór Leicester upp í 9. sæti deildarinnar. Tottenham er hins vegar í 4. sætinu með 24 stig, 13 stigum á eftir toppliði Manchester City.

Leicester leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Jamie Vardy og Riyad Mahrez. Bæði mörkin voru í fallegri kantinum.

Harry Kane gaf Tottenham þegar hann minnkaði muninn í 2-1 á 79. mínútu. Þetta var hans tíunda deildarmark í vetur. Argentínumaðurinn Erik Lamela lagði upp markið en spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í rúmt ár.

Nær komst Tottenham ekki og Leicester fagnaði góðum sigri.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira