Á Facebook-síðu sinni segir Óttarr að fyrst muni hann heimsækja höfuðborgina Dhaka þar sem hann muni funda með ráðherrum ríkisins. Það verði meðal annars rætt um nýtt samkomulag Bangladess og Mjanmar um að heimila flóttafólki að komast aftur yfir landamærin. „SÞ, Rauði krossinn og fleiri setja spurningamerki við samkomulagið og óttast að öryggi og mannréttindi sé ekki tryggt,“ segir Óttarr.
Því næst muni hann og föruneytið fara að landamærunum og heimsækja flóttamannabúðir - „þar sem yfir milljón manns, þar af 1/3 börn, búa við ömurlegar aðstæður. Milljón einstaklingar sem þurfa hjálp til að eiga von á framtíð og lágmarksmannréttindum,“ segir Óttarr og bætir ennfremur við:
„Það þarf aðkomu alþjóðasamfélagins að því að finna lausn sem tryggir fólki öryggi, mannréttindi og mannsæmandi framtíð. Við heimsækjum stofnanir Sameinuðu þjóðarinnar, Rauða krossinn og vonandi fleiri sem vinna mikið starf við mjög erfiðara aðstæður. Þau bjarga mannslífum og gera kraftaverk á hverjum degi en það þarf mikið meira til.“
Færslu hans má sjá hér að neðan.