Enski boltinn

Launin í ensku úrvalsdeildinni aldrei verið hærri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba er einn launahæsti leikmaður ensku deildarinnar.
Pogba er einn launahæsti leikmaður ensku deildarinnar. vísir/getty
Samkvæmt nýrri könnun þá eru meðallaun leikmanns í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn komin yfir 50 þúsund pund á viku. Það eru tæplega 7 milljónir króna og mánaðarlaunin eru því nærri 30 milljónum. Ekki ónýtt.

Man. Utd og Man. City greiða hæstu launin en meðallaunin hjá Manchester-liðunum eru í kringum 100 þúsund pund á viku sem samsvarar tæpum 14 milljónum króna.

Þessi meðallaun Manchester-liðanna eru þó minni en hjá Barcelona, Real Madrid og PSG.

Barcelona greiðir hæstu launin í bransanum eða um 910 milljónir samtals á viku. Lionel Messi fær mest eða um 69 milljónir króna á viku.

PSG greiðir næsthæstu launin og Real Madrid er í þriðja sæti. Þau eru skammt á eftir Barcelona.

Man. Utd greiðir leikmönnum sínum 722 milljónir króna á viku og City litlu minna. Svo koma Chelsea, Arsenal, Liverpool og Tottenham.

Bestu vikulaunin eru þó í NBA-deildinni þar sem Oklahoma City Thunder er með hæstu útgjöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×