Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir hópinn að baki blóðskimunarátakinu. Vísir/stefán Rúmlega 79 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands gegn mergæxlum. Þannig hefur vel yfir helmingur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbankanum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóðprufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þessari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi mergæxlis hjá heilli þjóð. Aðalrannsóknarefni Sigurðar Yngva og rannsóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rannsóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúkdómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sigurður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boðleiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrsluglöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra- og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagnasafni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel,“ segir Sigurður Yngvi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Rúmlega 79 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands gegn mergæxlum. Þannig hefur vel yfir helmingur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbankanum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóðprufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þessari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi mergæxlis hjá heilli þjóð. Aðalrannsóknarefni Sigurðar Yngva og rannsóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rannsóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúkdómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sigurður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boðleiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrsluglöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra- og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagnasafni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel,“ segir Sigurður Yngvi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira