Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir hópinn að baki blóðskimunarátakinu. Vísir/stefán Rúmlega 79 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands gegn mergæxlum. Þannig hefur vel yfir helmingur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbankanum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóðprufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þessari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi mergæxlis hjá heilli þjóð. Aðalrannsóknarefni Sigurðar Yngva og rannsóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rannsóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúkdómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sigurður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boðleiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrsluglöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra- og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagnasafni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel,“ segir Sigurður Yngvi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rúmlega 79 þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátaki Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands gegn mergæxlum. Þannig hefur vel yfir helmingur allra þeirra sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr ákveðið að taka þátt í átakinu, en í heildina eru það um 148 þúsund manns. Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar safnað 36 þúsund blóðsýnum, að sögn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, en hann leiðir hópinn. „Við þorðum ekki að vona að þessu yrði svona svakalega vel tekið,“ segir Sigurður Yngvi. „En Íslendingar eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og eru viljugri til að taka þátt í vísindarannsóknum en gengur og gerist.“ Þjóðarátakinu lýkur 1. desember næstkomandi og hægt er að skrá sig til þátttöku fram að því á blodskimun.is. Það sem tekur við eru þrjú ár af söfnun blóðsýna. Á næstu tveimur árum verður sýnum safnað með passífum hætti, þar sem þátttakendur gefa sýni þegar farið er í hefðbundna blóðprufu eða þegar blóð er gefið í Blóðbankanum. Þriðja árið fer í að boða þá sem eiga eftir að gefa sýni í blóðprufu. Miðað við þessa tímaáætlun er sannarlega góður gangur í þessari sögulegu rannsókn. Þetta verður fyrsta framskyggna slembirannsóknin á forstigi mergæxlis hjá heilli þjóð. Aðalrannsóknarefni Sigurðar Yngva og rannsóknarhópsins er að kanna ávinning af skimunum, en svo stór rannsókn býður upp á önnur spennandi rannsóknarefni. „Þetta er einstakt tækifæri sem gefur mikla möguleika. Við getum í framhaldinu skoðað erfðir og áttað okkur betur á hvað veldur þróun úr forstigi yfir í mergæxli. Þá munum við vonandi skilja erfðir og umhverfi sem áhættuþætti eða orsakir sjúkdómsins, hvaða áhrif þetta hefur á framgang sjúkdómsins, hvaða áhrif skimun hefur á lífsgæði,“ segir Sigurður Yngvi og bætir við: „Það eru endalausir möguleikar.“ Nokkrir samverkandi þættir gera það að verkum að rannsókn sem þessi er möguleg hér á landi. Íslendingar eru erfðafræðilega einsleit þjóð, einangruð og með stuttar boðleiðir. Það er tiltölulega einfalt að skipuleggja risaverkefni sem þetta. Íslendingar eru jafnframt skýrsluglöð þjóð en hér er haldið ítarlegt bókhald af ýmsum toga um sjúkra- og lyfjasögu einstaklinga. Erfðaefni þúsunda Íslendinga hefur þegar verið raðgreint og krabbameinsskrá nær áratugi aftur í tímann. Þannig kristallar rannsóknin hjónaband vísinda og upplýsingatækni, þar sem nýjasta tækni er notuð til að vinna úr þessu ört stækkandi gagnasafni og um leið til að auðvelda fólki að gefa samþykki fyrir þátttöku með rafrænum skilríkjum. „Það eru fáar þjóðir sem státa af þessu. […] Þetta er glænýtt og hefur aldrei verið gert á þessum skala. Vísindamenn verða nú að fara að nota ímyndunaraflið og kanna hvað hægt er að gera með þetta rannsóknarmódel,“ segir Sigurður Yngvi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira