Þingstörf kennd í áratug Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 11:15 Hildur Gróa og Sigríður Helga halda utan um starfið í Skólaþinginu, ásamt fleira fólki. Fréttablaðið/Anton Brink Það skapast oft skemmtilegar umræður og öflug skoðanaskipti um mál á Skólaþinginu. Sumir lifa sig algerlega inn í hlutverk sitt sem þingmenn,“ segir Hildur Gróa Gunnarsdóttir, sem ásamt Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur og fleirum, heldur utan um Skólaþingið í kennsluveri Alþingis. Það þing er fyrir nemendur í 8. til 10. bekk grunnskólans og felst í leik sem tekur tvo til þrjá tíma. Þar er líkt eftir störfum Alþingis. „Allir hóparnir fá þrjú frumvörp. Eitt er um stofnun hers á Íslandi, annað um forrit til að hafa eftirlit með tölvunotkun barna og unglinga og það þriðja um kattahald,“ segir Hildur Gróa og heldur áfram að lýsa leiknum. „Hverjum hóp er skipt upp í þingflokka og þrjár nefndir, þvert á flokka. Hver nefnd er með eitt af þessum frumvörpum til umfjöllunar, skoðar fréttir um málið og fer yfir símtöl frá borgurum. Hver og einn í nefndinni hefur tækifæri til að setja fram breytingartillögur við frumvarpið, þær eru lagðar fyrir alla „þingmenn“ í sal og atkvæði eru greidd. Þannig kynnast krakkarnir því hvað gerist frá því frumvarp er lagt fram þar til það getur orðið að lögum og að það sé heilbrigt og gott að margar skoðanir fái að heyrast. Þannig virki lýðræðið.“ Hildur Gróa telur Skólaþingið hafa verið framfaraskref því í aðalnámsskrá sé gert ráð fyrir að nemendur læri um hvernig lög verði til. „Áður komu nemendur hingað í þingið í skoðunarferðir og hlustuðu á fróðleik sem gat farið inn um annað eyrað og út um hitt. Nú fá þeir góða innsýn í störf Alþingis og hugtökin öðlast merkingu. Það ætti að auðvelda þeim að fylgjast með umræðum. Aðalatriðið er að þeir átti sig á ferlinu og geti sett sig í spor þingmanna.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Það skapast oft skemmtilegar umræður og öflug skoðanaskipti um mál á Skólaþinginu. Sumir lifa sig algerlega inn í hlutverk sitt sem þingmenn,“ segir Hildur Gróa Gunnarsdóttir, sem ásamt Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur og fleirum, heldur utan um Skólaþingið í kennsluveri Alþingis. Það þing er fyrir nemendur í 8. til 10. bekk grunnskólans og felst í leik sem tekur tvo til þrjá tíma. Þar er líkt eftir störfum Alþingis. „Allir hóparnir fá þrjú frumvörp. Eitt er um stofnun hers á Íslandi, annað um forrit til að hafa eftirlit með tölvunotkun barna og unglinga og það þriðja um kattahald,“ segir Hildur Gróa og heldur áfram að lýsa leiknum. „Hverjum hóp er skipt upp í þingflokka og þrjár nefndir, þvert á flokka. Hver nefnd er með eitt af þessum frumvörpum til umfjöllunar, skoðar fréttir um málið og fer yfir símtöl frá borgurum. Hver og einn í nefndinni hefur tækifæri til að setja fram breytingartillögur við frumvarpið, þær eru lagðar fyrir alla „þingmenn“ í sal og atkvæði eru greidd. Þannig kynnast krakkarnir því hvað gerist frá því frumvarp er lagt fram þar til það getur orðið að lögum og að það sé heilbrigt og gott að margar skoðanir fái að heyrast. Þannig virki lýðræðið.“ Hildur Gróa telur Skólaþingið hafa verið framfaraskref því í aðalnámsskrá sé gert ráð fyrir að nemendur læri um hvernig lög verði til. „Áður komu nemendur hingað í þingið í skoðunarferðir og hlustuðu á fróðleik sem gat farið inn um annað eyrað og út um hitt. Nú fá þeir góða innsýn í störf Alþingis og hugtökin öðlast merkingu. Það ætti að auðvelda þeim að fylgjast með umræðum. Aðalatriðið er að þeir átti sig á ferlinu og geti sett sig í spor þingmanna.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira