Arsenal tapaði í Köln en vann samt riðilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
NIðurlútið Arsenal-menn í kvöld.
NIðurlútið Arsenal-menn í kvöld. vísir/getty
Arsenal hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna í Evrópuleikjum í Þýskalandi undanfarin misseri og það breyttist ekkert í kvöld.

Skytturnar töpuðu fjórða leiknum í röð á þýskri grundu, nú gegn botnliði þýsku 1. deildarinnar, Köln, 1-0, í H-riðli Evrópudeildarinnar.

Eina mark leiksins skoraði Frakkinn Sehrou Guirassy úr vítaspyrnu á 62. mínútu sem var frekar umdeild. Guirassy fór niður í teignum í baráttu við Mathieu Debuchy en vítið var frekar mjúkt.

Frakkinn var öruggur á punktinum og skoraði það sem svo reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Skytturnar komu boltanum ekki í netið þrátt fyrir stórsókn undir lokin.

Þrátt fyrir tapið vann Arsenal H-riðilinn þar sem Rauða stjarnan og BATE Borisov gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Arsenal erm eð tíu stig og næstu lið sex þegar að ein umferð er eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira