Fótbolti

Hélt loks hreinu eftir 11 ár og 43 leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Igor Akinfeev hefur fengið á sig mörg mörk í Meistaradeildinni undanfarin ár.
Igor Akinfeev hefur fengið á sig mörg mörk í Meistaradeildinni undanfarin ár. vísir/getty
Eftir 11 ára þrautagöngu hélt Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskvu, loks hreinu þegar liðið vann 2-0 sigur á Benfica í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær.

Akinfeev hefur verið fyrirmunað að halda marki sínu hreinu í Meistaradeildinni síðustu ár.

Hann hélt hreinu gegn Arsenal á Emirates í desember 2006 en svo liðu 11 ár og 43 dagar þar til Akinfeev hélt næst hreinu.

Akinfeev og félagar eru með níu stig í 3. sæti síns riðils í Meistaradeildinni. Þeir mæta Manchester United á Old Trafford í lokaumferð riðlakeppninnar.


Tengdar fréttir

United tapaði í Sviss

Manchester United gat tryggt sér toppsætið í A-riðli með stigi gegn svissnesku meisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×