Fótbolti

Touré: Vorum latir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Yaya Touré vill sjá City gera betur.
Yaya Touré vill sjá City gera betur. vísir/getty
Yaya Touré segir að bestu liðum Evrópu stafi ekki ógn af Manchester City.

City vann 1-0 sigur á Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ekki sáttur með sína menn og sakaði þá um leti. Touré kveðst sammála þessu mati Spánverjans.

„Það er hluti af mannlegu eðli að vera stundum latur,“ sagði Touré sem fékk tækifæri í byrjunarliði City gegn Feyenoord.

„Þú heldur að þú sért frábær og það getur stigið þér til höfuðs, sérstaklega þegar þú ert ungur. Þú ert frábær og ætlar að vera bestur. Feyenoord voru erfiðir. Stjórinn var reiður út í liðið. Við getum gert betur. Við vorum latir.“

Touré segir að City-menn verði að gera betur til að vera samkeppnishæfir við bestu lið Evrópu.

„Ég verð að vera jákvæður. Við erum að spila vel en þegar ég sé Juventus, Real Madrid eða Barcelona, öll þessi lið, þurfum við að vera sterkari og betri. Tölfræðin segir ekki neitt og við þurfum að spila við þessi lið og sjá hvar við stöndum,“ sagði Touré.


Tengdar fréttir

City-menn ósigraðir í Meistaradeildinni

Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit á meðan Feyenoord er án stiga í F-riðli. Þessi lið mættust í bragdaufum leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×