Erlent

Rússar aðstoða við leitina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á myndinni má sjá kafbátinn ARA San Juan sem leitað hefur verið af frá því á miðvikudag.
Á myndinni má sjá kafbátinn ARA San Juan sem leitað hefur verið af frá því á miðvikudag. Vísir/EPA
Rússar hafa nú slegist í hóp þeirra ríkja sem aðstoða Argentíumenn við að finna kafbátinn ARA San Juan sem týndist undan ströndum landsins fyrir viku.

Fjörutíu og fjórir sjóliðar eru um borð og hefur leitin til þessa engan árangur borið. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hringdi í argentínska kollega sinn og bauð fram aðstoð rússneska sjóhersins, sem hann þáði.

Rúmlega tólf ríki taka nú þátt í leitinni en óljóst er hversu miklar súrefnisbirgðir eru í bátnum. Allt sambandi rofnaði við hann á miðvikudaginn var og ekkert er vitað um afdrif bátsins eftir það. 

Í síðustu skilaboðum sem bárust frá kafbátnum tilkynntu sjóliðar um vélarbilun. Talið er að rafmagnsörðugleikar í kjölfarið hafi gert áhöfn kafbátsins ómögulegt að ná sambandi við umheiminn.

Samkvæmt starfsreglum sjóhers Argentínu á að sigla kafbátum upp á yfirborðið þegar samskiptatæki þeirra virka ekki. Öll argentínska þjóðin fylgist grannt með gangi mála.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×