Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Líklegasta skýringin á skjálftum og vísbendingum um landris virðist vera sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur. Fréttablaðið/Jói K. „Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
„Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira