Verkið var boðið upp hjá Christie's í New York og var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 46 milljarða íslenskra króna.
Nú er búið að gefa út myndband þar sem allt uppboðsferlið er sýnt, en fjölmargir kepptust við það að fjárfesta í verkinu.
Hæstbjóðandi var ekki viðstaddur uppboðið og fylgdist hann með gangi mála í gegnum síma. Mikill fögnuður braust út þegar verkið var að lokum slegið.
Leonardo da Vinci lést árið 1519 og eru færri en 20 málverk eftir hann til í heiminum. Aðeins eitt er talið vera í einkaeigu og er það Salvator Mundi, sem útleggst sem Frelsari heimsins, sem selt var í gær. Talið er að verkið hafi verið málað eftir 1505 og er því rúmlega 500 ára gamalt. Á málverkinu sést Jesús haldandi á glerkúlu og bendandi til himins.