Er þetta raunsæjasti stuðningsmaður ársins? | Mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:00 Stuðningsmaður Cleveland Browns. Vísir/Getty Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið? NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum í ameríska fótboltanum um helgina og hefur þar með tapað fyrstu tíu leikjum sínum á NFL-tímabilinu. Liðið vann alla fjóra leikina á undirbúningstímabilinu en það hefur lítið gengið upp eftir að alvaran hófst. Cleveland Browns hefur oft verið nærri sigri í vetur og tapaði meðal annars einu sinni í framlengingu. Það tap á móti Tennessee Titans (9-12) var fjórða nauma tap liðsins á leiktíðinni en liðið tapaði einnig með þremur stigum á móti Pittsburgh Steelers (18-21), Indianapolis Colts (28-31) og New York Jets (14-17). Cleveland Browns var bara þremur stigum undir á móti Jacksonville Jaguars á sunnudaginn, 7-10, en skoraði ekki stig í seinni hálfleiknum og tapaði 7-19. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að það taki á að vera stuðningsmaður Cleveland Browns í dag. Ekki nóg með að gengi liðsins á þessari leiktíð hafi verið slæmt þá vann liðið aðeins 1 af 16 leikjum á síðasta tímabili og hefur tapað yfir 90 prósent leikja sinna undanfarin þrjú tímabil (4 sigrar og 38 töp). Kannski er því eina leiðin fyrir stuðningsfólk Cleveland Browns að komast í gegnum þessa myrku tíma með húmor. Það gerir í það minnsta einn stuðningsmaður Cleveland Browns liðsins sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum á dögunum. Hann lét nefnilega merkja Cleveland Browns búningin sinn á sérstakan hátt. Búningurinn byrjaði reyndar með nafn Kellen Winslow yngri á bakinu en hefur lent í smá niðurskurði eins og sjá má hér fyrir neðan.This is a top 10 jersey edit of all time. Started as a Kellen Winslow Jr. Browns jersey ( by @Hansenberg3) pic.twitter.com/MkRSULAXKh — Darren Rovell (@darrenrovell) October 22, 2017 Þar sem áður stóð Winslow í höfuðstöfum aftan á búningnum stendur nú „WINS O“ eða „0 sigrar" upp á íslensku. Nú er spurning hvort að treyjan haldi út tímabilið?
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira