Verð ekki með allan heiminn á herðum mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Valdís Þóra bregður á leik á mótinu í Kína. mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir náði besta árangri íslensks kylfings á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hún endaði í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Um leið tryggði Íslandsmeistarinn sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta var mjög ánægjulegt þótt sigurinn hafi ekki komið. Það var mjög gott að tryggja keppnisréttinn,“ sagði Valdís þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún var þá stödd á flugvelli í París að bíða eftir flugi heim til Íslands. Valdís segir að flest hafi gengið upp hjá sér á mótinu í Kína. „Í raun og veru allt saman. Ég gerði ekki mikið af mistökum. Ég týndi einum bolta á síðasta hringnum og það voru fyrstu mistökin sem ég gerði fyrir utan nokkur þrípútt. Á heildina litið gekk þetta mjög vel,“ sagði Valdís. Hún segir að frammistaðan um helgina sé í samræmi við frammistöðuna á síðustu mótum. „Ég hef spilað mjög vel á undanförnum mótum en annaðhvort hafa púttin ekki dottið eða járnahöggin hafa ekki verið alveg nógu nálægt til að gefa mér færi á mörgum fuglum. Núna small þetta betur saman. Ég ætlaði að reyna að sækja rúmlega 10.000 evrur í síðustu tveimur mótunum. Ég vissi að eitt gott mót myndi tryggja kortið. Og miðað við Abú Dabí og Indland var gott mót að koma,“ sagði Valdís sem fékk matareitrun í aðdraganda mótsins í Kína. „Ég einblíndi ekki mikið á skorið. Ég reyndi bara að komast í gegnum þessa hringi þar sem ég var með matareitrun fyrir mótið. Ég var ekki með mjög mikla orku.“ Valdís á eftir að keppa á einu móti, Omega Dubai Ladies Classic, sem er jafnframt síðasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Valdís verður í rúma viku hér á landi áður en hún heldur til Dúbaí. Mótið hefst 6. desember og stendur til níunda sama mánaðar. Eins og áður sagði er Valdís örugg með sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári og því er pressan ekki mikil fyrir mótið í Dúbaí. Hún stefnir þó á að komast ofar á peningalista Evrópumótaraðarinnar. „Maður getur bara notið þess að spila og ekki vera með allan heiminn á herðum sér. Markmiðið er að reyna að komast sem hæst á peningalistanum. Annað gott mót kæmi mér mjög hátt,“ sagði Valdís sem stökk upp í 50. sæti peningalistans með frammistöðunni í Kína. Valdís segir að hennar fyrsta markmið fyrir tímabilið hafi verið að endurnýja keppnisréttinn á Evrópumótaröðinni. „Það var aðalmarkmiðið, að þurfa ekki að fara aftur til Marokkó rétt fyrir jólin. Það er ljúft að sleppa við það í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði Valdís og vísaði þar til úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina sem fara jafnan fram í Marokkó. „Það er ekkert spennandi. Maður kemst ekki í jólafílinginn þar. Og ef maður kemst ekki í gegn hafa jólin ekki verið mjög ánægjuleg,“ bætti Valdís við. Skagakonan hefur ekki bara tekið stórt stökk á peningalista Evrópumótaraðarinnar heldur hefur hún einnig flogið upp heimslistann í golfi. Hún er núna í 410. sæti og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári. Eins og staðan er núna á heimslistanum á Valdís möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó eftir þrjú ár. „Auðvitað væri það frábært að geta farið sem kylfingur frá Íslandi á Ólympíuleikana. Það væri mjög spennandi og er inni í markmiðabókinni hjá manni,“ sagði Valdís Þóra að lokum. Golf Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir náði besta árangri íslensks kylfings á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hún endaði í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Um leið tryggði Íslandsmeistarinn sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta var mjög ánægjulegt þótt sigurinn hafi ekki komið. Það var mjög gott að tryggja keppnisréttinn,“ sagði Valdís þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún var þá stödd á flugvelli í París að bíða eftir flugi heim til Íslands. Valdís segir að flest hafi gengið upp hjá sér á mótinu í Kína. „Í raun og veru allt saman. Ég gerði ekki mikið af mistökum. Ég týndi einum bolta á síðasta hringnum og það voru fyrstu mistökin sem ég gerði fyrir utan nokkur þrípútt. Á heildina litið gekk þetta mjög vel,“ sagði Valdís. Hún segir að frammistaðan um helgina sé í samræmi við frammistöðuna á síðustu mótum. „Ég hef spilað mjög vel á undanförnum mótum en annaðhvort hafa púttin ekki dottið eða járnahöggin hafa ekki verið alveg nógu nálægt til að gefa mér færi á mörgum fuglum. Núna small þetta betur saman. Ég ætlaði að reyna að sækja rúmlega 10.000 evrur í síðustu tveimur mótunum. Ég vissi að eitt gott mót myndi tryggja kortið. Og miðað við Abú Dabí og Indland var gott mót að koma,“ sagði Valdís sem fékk matareitrun í aðdraganda mótsins í Kína. „Ég einblíndi ekki mikið á skorið. Ég reyndi bara að komast í gegnum þessa hringi þar sem ég var með matareitrun fyrir mótið. Ég var ekki með mjög mikla orku.“ Valdís á eftir að keppa á einu móti, Omega Dubai Ladies Classic, sem er jafnframt síðasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Valdís verður í rúma viku hér á landi áður en hún heldur til Dúbaí. Mótið hefst 6. desember og stendur til níunda sama mánaðar. Eins og áður sagði er Valdís örugg með sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári og því er pressan ekki mikil fyrir mótið í Dúbaí. Hún stefnir þó á að komast ofar á peningalista Evrópumótaraðarinnar. „Maður getur bara notið þess að spila og ekki vera með allan heiminn á herðum sér. Markmiðið er að reyna að komast sem hæst á peningalistanum. Annað gott mót kæmi mér mjög hátt,“ sagði Valdís sem stökk upp í 50. sæti peningalistans með frammistöðunni í Kína. Valdís segir að hennar fyrsta markmið fyrir tímabilið hafi verið að endurnýja keppnisréttinn á Evrópumótaröðinni. „Það var aðalmarkmiðið, að þurfa ekki að fara aftur til Marokkó rétt fyrir jólin. Það er ljúft að sleppa við það í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði Valdís og vísaði þar til úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina sem fara jafnan fram í Marokkó. „Það er ekkert spennandi. Maður kemst ekki í jólafílinginn þar. Og ef maður kemst ekki í gegn hafa jólin ekki verið mjög ánægjuleg,“ bætti Valdís við. Skagakonan hefur ekki bara tekið stórt stökk á peningalista Evrópumótaraðarinnar heldur hefur hún einnig flogið upp heimslistann í golfi. Hún er núna í 410. sæti og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári. Eins og staðan er núna á heimslistanum á Valdís möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó eftir þrjú ár. „Auðvitað væri það frábært að geta farið sem kylfingur frá Íslandi á Ólympíuleikana. Það væri mjög spennandi og er inni í markmiðabókinni hjá manni,“ sagði Valdís Þóra að lokum.
Golf Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira