Sport

Leikvangur sprengdur til grunna á fimmtán sekúndum

Samúel Karl Ólason skrifar
að voru minna en 30 metrar á milli Georgia Dome og ráðstefnuhúss. Hinu megin er Mercedes-Benz leikvangsins sem er nýr heimavöllur Falcons og fótboltaliðsins Atlanta United.
að voru minna en 30 metrar á milli Georgia Dome og ráðstefnuhúss. Hinu megin er Mercedes-Benz leikvangsins sem er nýr heimavöllur Falcons og fótboltaliðsins Atlanta United.
Georgia Dome, fyrrverandi heimavöllur Atlanta Falcons í NFL, var í rifinn niður í dag með stýrðum sprengingum. Þak byggingarinnar var sprengt í loft upp og látið falla inn í bygginguna sjálfa sem féll svo um sjálfa sig. Það tók einungis fimmtán sekúndur að rífa húsið sem stóð á milli tveggja bygginga.

Það voru minna en 30 metrar á milli Georgia Dome og ráðstefnuhúss. Hinu megin er Mercedes-Benz leikvangsins sem er nýr heimavöllur Falcons og fótboltaliðsins Atlanta United.

Rúm tvö tonn af sprengiefnum voru notuð við niðurrifið en sjá má myndband af því hér.



Í samtali við WSB-TV sagði forsvarsmaður fyrirtækisins sem sá um niðurrifið að þetta hefði aldrei verið reynt áður. Um 97 prósent af húsinu verði endurunnið.

Hér má sjá niðurrifið frá hærra sjónarhorni.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×